Auglýsing

BÖRN Í PARADÍS – ALÞJÓÐLEG BARNAKVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK HEFST Á MORGUN

„Við erum mjög spennt fyrir því að bjóða upp á Alþjóðlega Barnakvikmyndahátíð í 8 sinn í Bíó Paradís dagana 28. október – 7. nóvember og þemað í ár er HREKKJAVAKA!,“ segir í tilkynningu frá Bíó Paradís.

Opnunarmynd hátíðarinnar er NELLÝ RAPP- SKRÍMSLASPÆJARI sem talsett er á íslensku og er opnunarhátíðin opin öllum – Nauðsynlegt er að skrá sig og er nú opið fyrir skráningar. 
 
VEITT VERÐA VERÐLAUN FYRIR BESTA HREKKJAVÖKUBÚNINGIN á opnuninni – allir krakkar eru hvattir til þess að byrja undirbúa búning strax! Myndin hentar 8 ára börnum og eldri.
Opnunarviðburðurinn verður haldinn fimmtudaginn 28. október kl 17:00 í Bíó Paradís.
Facebook síða hátíðarinnar hér: https://www.facebook.com/barnakvikmyndahatid
TALSETT Á ÍSLENSKU – HENTAR ÖLLUM ALDRI 
Stórkostleg kvikmynd úr norsku barnakvikmyndaseríunni ANDRI OG EDDA – en Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefur áður talsett kvikmynd þar sem þau Andri og Edda urðu bestuvinir.
Í Andri og Edda gera leiksýningu fylgjumst við með börnum útbúa leiksýningu á leikskólanum sínum þar sem hugmyndauðgi og gleðin ræður ríkjum!
Hlekkur á kynningarefni (en von er á talsettum trailer og þessháttar innan skamms) hér
STELPUR LEIKA! Laugardaginn 30. október kl. 15-17 
 
Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikstjóri og leikkona mun sjá um valdeflandi námskeið fyrir stúlkur á aldrinum 10-12 ára undir yfirskriftinni STELPUR LEIKA! í ætt við önnur námskeið sem haldin hafa verið á Íslandi á borð við STELPUR SKJÓTA! og STELPUR ROKKA!
Þar verður farið yfir það hvernig best er að undirbúa sig fyrir áheyrnarprufur og stelpunum kennt grunninn í því hvernig á að fara með hlutverk í kvikmynd. Nanna Kristín er handritshöfundur og leikstjóri fjölskyldumyndarinnar Abbababb! sem verður frumsýnd vorið 2022.
Á námskeiðinu verða með Nönnu Kristínu í för tvær ungar leikkonur sem léku í myndinni til þess að segja frá því hvernig það er að leika í kvikmynd. 
Skráning á námskeiðið fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið lisa@bioparadis.is – verkefnastjóra hátíðarinnar. Takmörkuð pláss í boði og því nauðsynlegt að skrá sig sem fyrst.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing