Hlustendaverðlaunin 2021 fóru fram á föstudagskvöldið og voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.
Tónlistarkonan Bríet var án efa sigurvegari kvöldsins en hún hlaut alls fjögur verðlaun. Kosið var í átta flokkum og fór kosningin fram á vísir.is . Alls bárust um 85 þúsund atkvæði.
Bríet hlaut verðlaun fyrir plötu ársins (Kveðja, Bríet), lag ársins (Esjan) og var valin bæði söngkona og poppflytjandi ársins.
Hér fyrir neðan má sjá Bríeti flytja lagið Draumaland í lok þáttarins ásamt fleira góðu fólki.