Gefðu Fimmu & Sky Lagoon kynna: Bríet, Rubin Pollock & Þorleifur Gaukur í Sky Lagoon.
Einstakir tónleikar á einstökum stað.
Tónleikarnir fara fram þann 7. september næstkomandi í Sky Lagoon / Takmarkað miðaframboð.
Húsið opnar kl 20.00. DJ Margeir tekur á móti tónleika gestum.
Bríet stígur svo á svið með Rubin Pollock & Þorleifi Gauki og saman ætla þau að skapa ógleymanlega upplifun.
Miðasala hefst kl. 12:00 í dag:
https://tix.is/is/event/11945/briet-rubin-pollock-orleifur-gaukur-i-sky-lagoon/
Allur ágóði af tónleikunum rennur óskertur í Fjársjóð barna, nýstofnaðan sjóð sem styrkir verkefni sem stuðla að aukinni velsæld, velferð og hamingju barna. Fyrsta úthlutun sjóðsins mun renna til Rjóðurs, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingardeild fyrir langveik börn.
Þessir mögnuðu tónleikar eru lokahnykkurinn í Gefðu fimmu söfnun sumarsins sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum.
Gefðu fimmu er skemmtilegt hreyfi- og fjáröflunarátak, þar sem þátttakendur geta gert sjálfum sér og öðrum gott, gefið til góðs málefnis og skorað á vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga um að gera slíkt hið sama.
Allar upplýsingar um fyrirkomulag Gefðu Fimmu er að finna á https://gefdufimmu.is/
Það er Velgjörðarfélagið 1881 sem stendur á bakvið Gefðu Fimmu söfnunina: https://www.1881.is/