Í morgun var greint frá því að viðræður við áhugasama kaupendur á Cintamani væru komnar langt á veg og núna hefur Margrét Ása, sem hefur umsjón með sölunni hjá Íslandsbanka, staðfest að kauptilboð hafi verið samþykkt. Margét gerir ráð fyrir því að rekstri búðanna verði haldið áfram.
Ekki er hægt að greina frá því að stöddu hver kaupandinn er en vonast til að gengið verði endanlega frá kaupunum í næstu viku.
Innifalið í kaupunum er m.a. allur lager Cintamani, lénið og vörumerkið.
Þetta kemur fram á vef mbl