„Stjórn félagsins þakkar tryggum viðskiptavinum til margra ára stuðninginn og þakkar starfsmönnum félagsins vel unnin störf.“ Þetta segir í tilkynningu frá Cintamani.
Þar kemur einnig fram að rekstur fyrirtækisins hafi verið þungur síðastliðin ár og að félagið hafi verið gefið upp til gjaldþrotaskipta. Eigendur hafi um nokkurn tíma leitast við að endurskipuleggja fjárhag félagsins, en því miður hafi þær tilraunir ekki skilað tilskildum árangri.
Undanfarnar vikur hafa verið rýmingarsölur vegna lokunar verslana Cintamani í Smáralind og á Akureyri. Samkvæmt heimildum Mbl er einnig verið að tæma verslanir Cintamani á Laugavegi og í Kringlunni.