Auglýsing

Claire Denis fékk heiðursverðlaun RIFF afhent á Bessastöðum í dag

Hinn fjölhæfi og virti franski kvikmyndaleikstjóri Claire Denis er heiðursgestur RIFF í ár og hlaut heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn.

Síðustu ár hafa meðal annars Mads Mikkelsen, Susanne Bier og Jim Jarmusch hlotið sömu viðurkenningu. Claire tók við verðlaununum á Bessastöðum í dag úr höndum forseta Íslands, Guðna Th Jóhannessonar.

„Það er RIFF mikill heiður að taka á móti Claire Denis og kynna hana fyrir íslenskum áhorfendum og bransafólki Stefnt er að Claire haldi meistaraspjall en það hefur verið mikilvægur hluti dagskrár undanfarin ár. Þá gefst folki  tækifæri á að tala við hana um hvað það er sem drífur hana áfram og fá innsýn inn í gerð kvikmynda hennar,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.

„Claire Denis er ein þekktasta kvikmyndagerðarkona í heiminum í dag og ein af skærustu stjörnum franskrar kvikmyndagerðar. Hún er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Travailsem talin er ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd hennar High Lifekom út í fyrra og skartaði þar stjörnum á borð við Robert Pattinson og Juliette Binoche; fékk hún ljómandi viðtökur um allan heim.“ segir í tilkynningu frá RIFF.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing