Coney Island side show kemur til Íslands með það brenglaða og undarlega til að kitla svarta húmorinn!
Sjáið sverðgleypinn og eldgaldramanninn hætta lífi sínum ásamt furðulegri hlið Burlesque, húllahringjadans, göldrum og and-list.
Hið Erótíska og gróteska haldast í hendur með hnefana fulla af hættulegri dirfsku og djöfullegum löngunum. Þetta gerist allt á Gauknum, sem hefur sannað sig sem vettvangur hliðarsviðslista og kabarettkúltúrs í Reykjavík.
Síðast liðin sumur hefur Jelly Boy the clown unnið sem kynnir og sverðgleypir hjá Coney Island Side show í New York ásamt því hefur hann verið á ferð og flugi um allan heim með sinni eigin fríkfjölskyldu The Squidling brothers.
Coney Island er skemmtigarður við strandlengjuna syðst í Brooklyn, New York og hefur verið heimili fríksýninga í yfir hundrað ár. Furðufuglunum er þar fagnað innan um hafmeyjur og guði hafsins.
Jelly Boy fannst rökrétt að koma þessu listformi til Íslands, eftir að hafa hitt Margréti Maack, aka Miss Mokki drottningu íslensku Burlesque hreyfingarinar og Axel Diego áhættusirkuslistamann, ásamt því að vera á framabraut með listilegum málverkum máluðum sem hann málar með sínum persónulega pen…sli.
Alda húllahringjadansari og Lalli „töframaður“ verða einnig með okkur á sýningunni.
Coney Iceland-sýningarnar eru einstakar og engin sýning er eins. Þessi sýning verður bara sýnd eitt kvöld… sem ekki verður óséð!
Gaukurinn
Tryggvagötu 22, 101 Reykjavík.
Föstudagurinn 21.Febrúar
Húsið opnar 21:30
Sýning byrjar 22:00