Auglýsing

Cristiano Ronaldo brotnar saman í viðtali við sjónvarpsmanninn Piers Morgan

Fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo sýnir aðdáendum viðkvæma hlið þegar hann brestur í grát í tilfinningaríku viðtali við sjónvarpsmanninn Piers Morgan.

Í viðtalinu sýnir Morgan honum myndband af föður hans og tilfinningar Ronaldos bera hann ofurliði en faðir hans lést fyrir 14 árum, þá 52 ára gamall.

Í myndbandinu sem er frá árinu 2004, aðeins ári áður en hann lést, sést faðir hans tala stoltur við norsku pressuna um afrek sonar síns. Ronaldo sem hafði aldrei séð myndbandið áður brast í grát. Ronaldo segir það sárt að pabbi hans hafi aldrei séð hversu góður hann varð.

„Að vera númer eitt og hann sér það ekki. Hann sér mig ekki taka við verðlaununum. Aldrei. Fjölskyldan mín sér það, móðir mín, bræður mínir og elsti sonur minn, en pabbi minn náði aldrei að sjá það.”

Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu en það verður sýnt í fullri lengd á ITV stöðinni annað kvöld.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing