Litla Eurovison-keppni sænska ríkissjónvarpsins fór fram í kvöld. Lag Daða og Gagnamagnsins, Think About Things, fór með sigur úr bítum í símakosningu kvöldsins með milljón atkvæði.
Þeim hefur í framhaldi af því verið boðið að koma fram á aðalkvöldi Melodifestivalen, undankeppni Svía fyrir Eurovision, á næsta ári.
Greint var frá þessu í þættinum Okkar 12 stig á RÚV í kvöld en þar gátu Íslendingar valið sitt uppáhalds Eurovison lag árið 2020 en það var framlag Ítala, Fai rumore með Diodato, sem vann kosningu Íslendinga.