Auglýsing

Daði samdi lag upp úr tillögum frá krökkum úr 4. bekk

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr samdi lag fyrir Barnamenningarhátíð í Reykjavík en hún stendur yfir frá 4. maí til 15. ágúst.

Lagið, sem kom út á mánudaginn, heitir Hvernig væri það? og vann Daði textann upp úr tillögum frá krökkum úr 4. bekk í grunnskólum Reykjavíkur.

„Það var talað um Trump og svona, en ég vildi ekki vera alveg svo bókstaflegur. Þemað á hátíðinni var að passa upp á jörðina svo ég valdi mest orð og setningar sem pössuðu við það,“ sagði Daði Freyr í samtali við Mannlega þáttinn á RÚV. Lagið átti hann áður og hann raðaði svo textabrotunum við. „Ég bjó til hrúgu af lögum sem ég valdi síðan úr þegar ég var að gera Think About Things. Þetta er eitt af þeim sem kom til greina að vera Eurovision-lagið.“

Hér fyrir neðan má heyra lagið Hvernig væri það?

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing