Auglýsing

David Attenborough:„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er ekki leikur“

„Við erum komin að vendi­punkti í við­leitni okkar til að takast á við lofts­lags­breyt­ing­ar,“ segir nátt­úru­fræð­ing­ur­inn og ­sjón­varps­mað­ur­inn David Atten­borough. „Neyð­ar­stund er runnin upp. Við höf­um s­legið hlutum á frest ár eftir ár.“

Þetta Attenborough í í við­tali við Breska rík­is­út­varpið, BBC, á dögunum. Hann bendir á það í viðtalinu að í þessum töluðu orðum stand­i ­suð­aust­ur­hluti Ástr­alíu í ljósum log­um. „Hvers vegna? Af því að hita­stig jarð­ar­ er að hækk­a.“

Hann segir það þvælu hjá sumum stjórnmálamönnum að eldarnir í Ástralíu tengist ekki loftslagsbreytingum af mannavöldum.

„Við vitum það upp á hár að mann­anna verk eru að baki hlýnun jarð­ar.“

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er ekki ­leik­ur,“ segir Atten­borough við BBC. „Þetta snýst ekki um að eiga nota­leg­ar rök­ræður og ná ein­hverri mála­miðl­un. Þetta er brýnt vanda­mál sem verður að ­leysa og það sem meira er, við vitum hvernig á að gera það. Í því fell­st þver­sögn­in; að við neitum að taka þau skref sem við vitum að við þurfum að ­taka.“

„Við erum háð nátt­úr­unni í hvert sinn sem við drögum að okkur and­ann og leggjum okkur eitt­hvað til munns,“ segir Atten­borough.

Atten­borough bendir einnig á að með­ hverju árinu sem líði sé erf­ið­ara að ná árangri í bar­átt­unni við ­lofts­lags­breyt­ing­ar. Kjarninn greindi frá þessu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing