„Við erum komin að vendipunkti í viðleitni okkar til að takast á við loftslagsbreytingar,“ segir náttúrufræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough. „Neyðarstund er runnin upp. Við höfum slegið hlutum á frest ár eftir ár.“
Þetta Attenborough í í viðtali við Breska ríkisútvarpið, BBC, á dögunum. Hann bendir á það í viðtalinu að í þessum töluðu orðum standi suðausturhluti Ástralíu í ljósum logum. „Hvers vegna? Af því að hitastig jarðar er að hækka.“
Hann segir það þvælu hjá sumum stjórnmálamönnum að eldarnir í Ástralíu tengist ekki loftslagsbreytingum af mannavöldum.
„Við vitum það upp á hár að mannanna verk eru að baki hlýnun jarðar.“
„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er ekki leikur,“ segir Attenborough við BBC. „Þetta snýst ekki um að eiga notalegar rökræður og ná einhverri málamiðlun. Þetta er brýnt vandamál sem verður að leysa og það sem meira er, við vitum hvernig á að gera það. Í því fellst þversögnin; að við neitum að taka þau skref sem við vitum að við þurfum að taka.“
„Við erum háð náttúrunni í hvert sinn sem við drögum að okkur andann og leggjum okkur eitthvað til munns,“ segir Attenborough.
Attenborough bendir einnig á að með hverju árinu sem líði sé erfiðara að ná árangri í baráttunni við loftslagsbreytingar. Kjarninn greindi frá þessu.