Auglýsing

Dreng bjargað úr sprungu við Þingvallavatn

Á öðrum tímanum í dag var tilkynnt um að barn hefði fallið ofan í sprungu við Þingvallavatn, nærri Hakinu.

Björgunarsveitir voru kallaðar út en á vef vísis er greint frá því að nærstaddur maður, sem var við vinnu á svæðinu, hefði heyrt neyðaróp konu og hlaupið til bjargar.

„Ég var að moka planið hjá Hakinu. Svo kemur bara einhver kona hlaupandi að mér og gargar að það hafi orðið eitthvað slys,“ segir Hreinn Heiðar í samtali við vísi

„Ég náði í gröfuna, setti festur í hana og lét mig síga niður,“ segir Hreinn Hreiðar en samkvæmt frétt Vísis hefur hann verið virkur í starfi björgunarsveita í mörg ár og þess vegna alvanur. Hreinn beið í sprungunni með drengnum þar til björgunaraðilar mættu á staðinn og hífðu þá upp.

Sprungan er líklega um 7-8 metrar á dýpt og er mikið mildi að drengurinn hafi sloppið óslasaður eftir fallið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing