Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, spyr í nýlegri Facebook-færslu hvort einhver kannist við einskonar són eða drónahljóð sem hangir yfir Akureyri að næturlagi. Fjallað er um málíð á vísi
Umræðan um hljóðið nær aftur til ársins 2014 þegar fjallað var um það í Akureyri Vikublaði og hefur verið líkt við draugahljóð.
Ekki hefur fundist haldbær skýring á því hvaðan hljóðið kemur en svo virðist sem það hangi yfir ákveðnum hverfum bæjarins. Þorvaldur setti inn hljóðbrot með dularfulla hljóðinu og má hlusta á það hér fyrir neðan.
,,Kæru vinir hér eru draugarnir sem vilja syngja allar nætur á Akureyri(Akureyrarsónninn). Þetta var tekið upp með afar næmum míkrafón á Bjarmastíg í hitteðfyrrinótt. Staðfest er að þetta heyrist á Oddeyrargötu, Bjarmastíg, Holtagötu, Þingvallarstræti, Helgamagrastræt, við HOF, Þórunnarstræti og fleiri stöðum,“skrifar Þorvaldur og tekur það fram að myndbandið með Ávaxtakörfunni hafi verið sett með þvi hann kunni ekki að pósta hljóðfælum á Facebook án þess að setja myndband með.