Um 260-270 starfsmenn Eflingar, sem vinna hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og Sveitafélaginu Ölfusi, hefja ótímabundið verkfall kl. 12.00 í dag.
Haldinn var samningafundur á milli Eflingar og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttarsemjara í gær en hann lauk án þess að niðurstaða næðist.
Verkfallið nær m.a. til ræstingafólks í fjórum af 21 leikskóla í Kópavogi og fjórum af níu grunnskólum bæjarins. Verði ekki samið verður þessum átta skólahúsum lokað strax á morgun, vegna hertra krafna um þrif í kórónuveirufaraldrinum.
Þetta kemur fram á vef mbl