Auglýsing

,,Ég glímdi við hatur og heift sem og rosalega reiði út í konuna”

Detox-drottningin Jónína Benediktsdóttir lýsir einlægu þakklæti sínu í garð Krýsuvíkur, þar sem hún fór í meðferð í janúar, í færslu á Facebook síðu sinni í dag.

,,Krýsuvík er stjórnað af fólki sem ég dáðist að frá fyrsta degi, þarna kemur inn gömul kona, ég,, þekkt kona með reynslu af meðferðum, með háskólamenntun, með tryggt bakland. Rágjafinn var viss um að ég væri að koma til þess að sækja um fyrir aðstandanda en svo var ekki. Guð svaraði bænum mínum og leiddi mig í burtu frá meðferðaheimili í Flórida inn á þessa umdeildu meðferðastöð, Krýsuvík, þar sem svín fengu óáreitt að ganga um í húsinu meðan það var í eyði en nú var orðið heimilið mitt, ” skrifar Jónína í færslunni.

,,Ég þoli ekki snobb og hlustaði því ekki á marga sem sögðu mér að ég ætti ekkert erindi þangað, fann í hjarta mínu að það var rangt. Hjartað mitt lýgur aldrei og ég fór !”

Hún talar einnig um Gunnar, fyrrverandi eiginmann sinn, og hvernig hún glímdi við hatur, heift og reiði í garð dóttur hans.

,,Að þykjast vera góður en vera í raun mjög vondur-siðlaus, tilfinningalaus án samkenndar er algengari í kirkjum en ég hefði trúað. Að þurfa að sitja undir rannsókn Sérstaks Saksóknara í tvö ár vegna þess að dóttir mannsins þín kærir þig/hann er lamandi en þá þurfti ég að vera sterk sem ég var ekki alltaf-og þó. Ég glímdi við hatur og heift sem og rosalega reiði út í konuna. Gunnar var stunginn í bakið af dóttur sinni og ég reyndi að hjálpa honum út úr þeirri gröf en það gekk ekki. Gröfin er enn tóm og engin upprisa svo mikið er víst bara nýir djöflar nú þegar ég er farin. Sorglegt.”

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing