Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar.
Í þættinum fara þeir Sölvi meðal annars yfir tónlistarferilinn, Gleðibankann, drykkjuna og dópið. Pálmi segist hafa verið nálægt því að drekka sig í hel og að hann sé heppinn að hafa sloppið lifandi frá þessu tímabili í lífi sínu.
„Stjórnleysið kom rosalega snemma í þessu og þá meina ég að það var ekkert ég sem var við stjórnvölinn þegar drykkjan byrjaði. Ég var alltaf síðasti kallinn út úr partýinu,“ segir hann.
„Svo byrjaði maður að bæta við flóruna og fór að taka fleiri efni. Það var eðlilegt framhald á minni neyslu. Þess vegna segi ég að ég hafi verið heppinn, af því að ég var að nota allan djöfulinn.“
Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.