Atvinnudansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir gat hvorki hreyft hægri fótinn né gengið eftir misheppnaða mænurótardeyfingu í byrjun árs. Þetta kemur fram á vef Vísis
„Það sem gerðist var að ég fékk mænurótardeyfingu því ég var komin með mikla verki og þetta voru orðnir margir klukkutímar og útvíkkun var að ganga hægt. Ég var búin að fá mænurótardeyfingu áður með eldri soninn og hún virkaði bara á helminginn á líkamanum og var því búin að ákveða að ég vildi alls ekki fá aðra núna því ég er eitthvað pínu hrædd við þetta,“ sagði Hanna í viðtali við Ísland í dag
„Við förum svo heim og ég styð mig bara við ferðatöskuna okkar. Okkur er boðið að fá hjólastól en ég vildi ekki fara í hjólastól út sem er nú bara eitthvað keppnisskap í mér. Ég náði að labba en hann slengdist svona til eins og hann væri lamaður. Daginn eftir kemur ljósmóðirin til mín og þá er staðan alveg eins. Hún segir þá að þetta sé ekki eðlilegt og ég man að mér fannst óþægilegt að heyra það. Hún vildi hringja í lækni og fá sérfræðing og þá byrjaði ákveðið ferli.“
Hér fyrir neðan má sjá innslagið með Hönnu Rún í heild sinni.