Auglýsing

Eiður Smári og Jón Gnarr á meðal viðmælenda Loga

Þriðja þáttaröðin Með Loga snýr aft­ur fimmtu­dag­inn 7. nóv­em­ber og eru þetta alls sex þættir. Það er Logi Berg­mann Eiðsson sem stýr­ir þess­um skemmti­lega viðtalsþætti en í þáttunum fær hann til sín spenn­andi og áhrifa­mikla ein­stak­linga sem tekn­ir eru tali með ein­læg­um en létt­um hætti eins og Loga ein­um er lagið. Þáttaröðin verður aðgengileg hjá Símanum Premium.

Viðmælendur Loga í þessari þriðju þáttaröð eru þau:

Ásdís Halla Braga­dótt­ir

Eiður Smári Guðjohnsen

Jón Gn­arr

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir

Helgi Selj­an

Ragn­hild­ur Gísla­dótt­ir

„Það eru mik­il for­rétt­indi að fá að velja sér fólk í svona þátt, gefa sér tíma og geta aðeins dvalið við hluti. Venju­leg viðtöl eru stutt, 5-10 mín­út­ur, og um eitt­hvað ákveðið. Þetta er meira sam­tal en viðtal og um allt mögu­legt. Það er líka frá­bært að vera í Gamla bíói. Það er mik­il saga í hús­inu og við náum að breyta því eft­ir okk­ar þörf­um en samt halda í karakt­er­inn,“ seg­ir Logi.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing