Af þeim sem buðu sig fram í stjórn Einars Hermannssonar sem stjórnarmeðlimir SÁÁ, náðu allir kjöri.
Kosningin fór fram í dag á fundi á Hilton Nordica og hófst hann klukkan 17. Þar var kosið í stjórn félagsins og um nýjan formann. Arnþór Jónsson, sitjandi formaður, sóttist ekki eftir endurkjöri og stóð valið því á milli þeirra tveggja sem í framboði voru en það voru þeir Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson.
Einar og frambjóðendur hans fengu 280 atkvæði af þeim 490 atkvæðum sem greidd voru á fundinum í dag. Einar verður því nýr formaður SÁÁ.