Haft var í hótunum við RÚV og starfsmenn fyrirtækisins í gær. Einstaklingurinn sem var ábyrgur fyrir hótununum var handtekinn vegna málsins. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is
„Í gær virðist sem eitthvað hafi borist, það sem telja mætti sem hótanir, gagnvart stofnuninni eða starfsfólki og á meðan lögregla var að staðsetja og handtaka viðkomandi sem stóð á bak við þessar hótarnir, þá jók Ríkisútvarpið við öryggisgæslu í húsinu. En eftir að viðkomandi var handtekinn þá var það dregið til baka,“ segir Ásgeir.
Samkvæmt frétt vísis fóru hótanirnar fram á samfélagsmiðlum, í símtölum og í formi tölvupósta. Þá hótaði maðurinn einnig lögreglumönnunum sem handtóku hann í gær.