Hvorki 1. né hinn al-íslenski 3.vinningur gengu út að þessu sinni í Víkingalottó, en 2. vinningur sem var upp á rúmar 36 milljónir króna fór óskiptur til Danmörku.
Einn heppinn miðahafi var með allar fimm tölurnar réttar í réttri röð í Jókernum og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur á Lottó appinu.
Þá voru fimm miðahafar með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Einn miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni í Reykjavík, annar miði var keyptur á heimasíðu okkar lotto.is og þrír miðanna voru í áskrift.