Enginn var með allar aðaltölurnar auk stjörnutalnanna að þessu sinni og flyst því vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku. Átta miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 41 milljón króna. Fimm miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Svíþjóð og einn í Finnlandi. Þá voru 9 miðahafar sem skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rétt tæpar 13 milljónir króna. Sjö miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Noregi og einn í Svíþjóð.
Einn miðahafi var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðann keypti hann á heimasíðunni lotto.is