Auglýsing

„Einstaklingum er ráðlagt að opna skilaboðin og tölvupóstana ekki“

Í tilkynningu frá Borgun/SaltPay er varað við óprúttnum aðilum sem standa í tilraunum á auðkennisþjófnaði í nafni Borgunar.

Einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar, en um er að ræða falska SMS-tilkynningu um að viðkomandi þurfi að staðfesta símanúmer og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í tengslum við raðgreiðslur.

„Við viljum ítreka við korthafa að gefa aldrei upp kortaupplýsingar í tilefni af óumbeðnum tölvupósti, SMS eða símtali.“

„Korthöfum er eindregið ráðlagt að opna póstana ekki, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar. Best er að eyða póstinum eða smáskilaboðinu strax. Hafi kortaupplýsingar verið gefnar upp er korthöfum bent á að loka korti sínu í gegnum viðeigandi smáforrit útgefanda kortsins eða hafa samband við þjónustuver SaltPay í síma 560-1600 ef um MasterCard kort útgefið af Íslandsbanka er að ræða,“ segir í tilkynningunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing