Auglýsing

Ekki fleiri gluggatónleikar á Prikinu

Veitinga- og skemmtistaðurinn Prikið hélt tónleika í glugga staðarins um helgina. Átti þetta að gleðja fólk sem átti leið hjá staðnum, í stutta stund, en þess í stað hópaðist fólk fyrir framan gluggann. Þar stóð fólk þétt saman og margir ekki með grímur.

Í tilkynningu á Facebook síðu staðarins segir meðal annars:

„Undanfarnar vikur höfum við á Prikinu verið með allskonar skemmtilega viðburði í glugganum okkar sem hefur verið streymt á netinu. Prikið er auðvitað lokað fyrir gestum, en okkur finnst mikilvægt eins og svo mörgum öðrum, að hafa eitthvað líf í glugganum, hafa ljósin kveikt og skapa einhverja vinnu fyrir okkar góða listafólk og plötusnúða.“
„Síðasta laugardag var okkar góði vinur Auður með tónleika í glugganum og hann er auðvitað einn af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Áhugi fyrir flutningi hans er eitthvað sem við hefðum átt að sjá fyrir, og myndaðist hópur fyrir utan staðinn í þær 25 mínútur er hann spilaði. Í ljósi þess hvernig fór á laugardaginn höfum við ákveðið leggja höfuðáherslu á streymi frá þeim viðburðum sem búið er að skipuleggja fram að jólum.“

Tilkynning:

Undanfarnar vikur höfum við á Prikinu verið með allskonar skemmtilega viðburði í glugganum okkar sem hefur…

Posted by Prikið Kaffihús on Mánudagur, 14. desember 2020

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing