Ein vinsælasta teiknimyndaþáttaröð í heimi, The Simpsons, hafa ákveðið að Hómer Simpson leggi ekki lengur hendur á son sinn Bart Simpson. Það er fréttamiðilinn TMZ sem greinir frá þessu. Ákvörðunin er umdeild á meðal aðdáenda þáttanna en í fjölda þeirra grípur Hómer utan um háls Barts í reiðiskasti og virðist kyrkja hann. Hingað til hefur þetta þótt fyndið en samtök sem berjast gegn ofbeldi gegn börnum í Bandaríkjunum þótti það hins vegar ekki.
Haft er eftir forstjóra samtakanna, Dr. Melissu Merrick, að ákvörðunin að breyta ákveðinni birtingarmynd ofbeldis í þáttunum eftir þrjátíu og fimm ára sögu þeirra sýna samfélagslega ábyrgð þeirra sem framleiða Simpsons. Þá segir Merrick enn fremur að samtökin hafi í áraraðir barist fyrir því að kvikmyndaiðnaðurinn axli sína ábyrgð þegar það kemur að ofbeldi gegn börnum. Ákvörðun framleiðenda þáttanna hafi sýnt gríðarlega gott fordæmi sem forstjóri samtakanna vonar að aðrir taki sér til fyrirmyndar.
„Þetta fékk mig til þess að fíla Simpsons meira en ég gerði hér áður,“ bætti hún við.