Auglýsing

Ekki greinst smit síðan á miðvikudag

Ekki hefur greinst eitt einasta CO­VID-19 smit hér á landi síðan mið­viku­dag en þá greindust tvö smit. Á síðu Covid.is kemur fram að tekin hafi verið 935 sýni hér á landi í gær; 63 á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítalans og 872 hjá Ís­lenskri erfða­greiningu.

Tveir einstaklingar eru á sjúkrahúsi með CO­VID-19 en þó hvorugur á gjörgæslu. Virk smit á landinu eru nú 18 talsins. Síðan veiran greindist fyrst hér á landi í lok febrúar hafa 1.801 greinst í það heila en aðeins þrjú smit hafa greinst það sem af er maí mánaðar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing