Tónaflóð um landið fór fram fyrir tómum sal í Aratungu í gærkvöldi. Sýnt var frá tónleikunum í beinni útsendingu á Rúv. Á tónleikunum héldu þau Elísabet Ormslev, Jónas Sig, Hreimur og Sverrir Bergmann uppi stuðinu ásamt góðu fólki. Á Twitter skapaðist mikil umræða um tónleikana sem virtust almennt fara mjög vel í fólk. Einnig virtist það vekja mikla athygli hversu unglegur Hreimur var á skjánum.
The curious case of Benjamin Hreimur #tonaflod
— Gísli Böðvarsson (@BoGisli) July 31, 2020
Við fögnum svo fermingarveislu Hreims í Aratungu í næstu viku #tonaflod
— Matti (@mattimar) July 31, 2020
#tonaflod Er hann Hreimur að bera á sig efg-dropana?
— Agusta Sigurbjornsd (@agustasig) July 31, 2020
Ég vil fara á Hreims-kúrinn! Hann hefur barasta ekkert elst, drengurinn!!! #tonaflod
— Gunnar Helgason (@helgason_gunnar) July 31, 2020
Eldist Hreimur afturábak? Nei ég bara spyr #tonaflod
— Sandra Karlsdóttir (@sandrasifkarlsd) July 31, 2020
Er sunnlenskurHreimur frosinn i tímavél, eldist ekkert #tónaflóð
— Óli Jóns (@olijons) July 31, 2020
Hendi mér á vagninn með Hreimi , hann er æði #tónaflóð
— Margrét Berglind (@MargretBerglind) July 31, 2020