Flugvél sem var á leið frá Los Angeles til Filippseyja í gær þurfti að snúa við eftir að eldur kom upp í væng hennar. Hún lenti aftur á flugvelli Los Angeles í heilu lagi og slasaðist enginn. Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.
„Við heyrðum fjóra háa hvelli. Það voru sprengingar,“ sagði einn farþeganna. Myndbönd náðust þá innan úr vélinni og af jörðu þar sem sjá má eldinn í hægri væng vélarinnar.
Flugmaður vélarinnar var þó hinn rólegasti þegar hann tilkynnti um neyðarástandið. „Mayday, mayday, mayday,“ tilkynnir hann flugturninum í Los Angeles yfirveguðum rómi. Hann óskað i svo eftir því að fá að lenda vélinni aftur á vellinum og sagði farþega þurfa aðstoð eftir lendingu. 342 voru um borð í vélinni.
Eftir vel heppnaða lendingu voru farþegar vélarinnar fluttir í aðra vél sem kom þeim loks til Filippseyja.
Hér fyrir neðan má sjá myndband frá BBC af atvikinu.