Auglýsing

Elín Ey sendir frá sér plötuna Gone

Söngkonan Elín Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Elín Ey, sendi nýlega frá sér plötuna Gone. Bróðir hennar Eyþór Ingi, eða Bleache eins og hann er kallaður í bransanum, pródúseraði plötuna. Þetta kom fram á vef albumm.is

Elín segir plötuna vera frábrugðna öllu því sem hún hafi gert áður, að því leyti að hún sé nánast öll samin á píanó, en hingað til hafi hún oftast samið á gítar og spili fyrst og fremst á það hljóðfæri. „Fyrri verk hafa verið meira út í „country folk“ á meðan þessi plata er meira „R&B Soul“,“ útskýrir hún. „Nokkuð sem mig hefur alltaf langað til að gera, enda er þetta tónlist sem ég tengi mikið við. Þannig að ég er voða ánægð með þetta.“

Um samstarfið við bróður sinn segir Elín:

„Hann er svo „brilliant“ tónlistarmaður. Ég er aldrei eins ánægð með tónlistina mína eins og þegar hann vinnur og pródúserar lögin mín. Hann skilur hvaða hljóðheimi ég leitast eftir og það heyrist vel á plötunni, held ég,“ segir Elín og getur þess að platan hafi verið lengi í vinnslu. „Ég samdi mörg laganna síðustu ár, en þessi fimm fannst mér vera góð heild, í raun eitt heildarverk.“

Hér fyrir neðan má hlusta á titillag plötunnar, lagið Gone.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing