Auglýsing

Elísabet Jökuls vitni að árekstri:„Á ­sama andar­taki og þetta gerðist kom sonur minn akandi með tvö korn­ung börn í bílnum“

Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdótttir skrifar færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún segist vera komin með nóg, en árekstur varð við heimili hennar á gatnamótum Hring­brautar og Fram­nes­vegar.

Í færslunni segir hún áreksturinn hafa verið harðan og mildi að enginn hafi slasast í honum. Kennir hún um lélegri hönnun umferðarljósa á gatnamótunum og segist vera komin með nóg.

„Ég ætla ekki að lýsa honum, ég ætla ekki að lýsa lélegri hönnun umferðarljósanna, ég hef gert það oft, (en löggan tók undir þessa lélegu hönnun þegar hún kom) það var mildi að enginn slasaðist, það munaði hársbreidd að annar bílanna keyrði inní hús!“

„Á ­sama andar­taki og þetta gerðist kom sonur minn akandi með tvö korn­ung börn í bílnum,“ skrifar Elísa­bet og spyr for­eldra í Vestur­bæjar­skóla, Reykja­víkur­borg og skóla­yfir­völd í Vestur­bæjar­skóla hvort þeim finnist á­standið í lagi.

„Þið eruð líka búin að fá viðbyggingu sem kostar helmingi meiri umferð.
En jæja ég nenni þessu ekki lengur, þið getið átt við þetta vandamál, ég hef skrifað og kvartað árum saman, nú fer ég að leita mér að öðru húsnæði!!!!
Virðingarfyllst, Elísabet Jökulsdóttir“

Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing