Auglýsing

Ellen sendir frá sér afsökunarbeiðni

Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres hefur sent frá sér afsökunarbréf til starfsfólks spjallþáttar hennar.

Undanfarið hefur DeGeneres fengið mikla gagnrýni eftir að hópur fólks sem vinnur undir henni steig fram með sögur af slæmri framkomu yfirmanna þáttanna í þeirra garð. DeGeneres hefur oft lýst því í viðtölum að þátturinn hennar sé ,,Gleðistaður“.

,,Þetta ,,gleðidót“ er bara fyrir framan myndavélarnar. Þetta er allt fyrir áhorf,“ segir fyrrum starfsmaður í samtali við Buzzfeed. ,,Ég veit að þau gefa fólki pening og hjálpa þeim en þetta er allt sýning.“

Í bréfinu segist hún hafa treyst því að aðrir sinntu störfum sínum á þann hátt sem ætlast var til. Svo hafi ekki verið og hún axli ábyrgð á því.

,,Ég nyti ekki minnar velgengni ef ekki væri fyrir ykkar framlag. Mitt nafn er á þættinum og öllu sem við gerum og ég tek ábyrgð á því,“ segir hún í bréfinu.

Ekki hefur verið nafngreint þá yfirmenn þáttanna sem ásakanirnar beinast að.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing