„Cats skilur eftir minningar sem er best að gleyma.“ Þannig hljómar fyrirsögn fjölmiðilsins CNN um kvikmyndina Cats sem var frumsýnd nú í vikunni.
Endurgerðin af söngleiknum fræga virðist fá slæma dóma, hvert sem litið er. Breska ríkisútvarpið BBC gefur Cats tvær stjörnur af fimm mögulegum og segir myndina hvorki hafa hjarta né sál. The Guardian lýsir kvikmyndinni sem ógeðslegum hárbolta af skelfingu.
Þá hefur kvikmyndin fengið einkuninna 16% af 100% á vefsíðunni Rotten Tomatoes. Á IMDb er fólk aðeins jákvæðara og gefur kvikmyndinni einkunnina 5,1 af 10, sem þykir þó ekki ýkja gott.
CNN segir kvikmyndina alls ekki góða og best sé að gleyma henni bara en hún sé þrátt fyrir það ekki jafn mikið stórslys og búist var við eftir að fyrsta stiklan úr kvikmyndinni var birt.
Fjöldinn allur af stjörnum leika í myndinni á má þar á meðal nefna Taylow Swift og Jennifer Hudson.
Þetta kom fram á vef Mbl.