Erlendar mæðgur voru handteknar í Leifsstöð fyrr í mánuðinum eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins. Þetta kemur fram á vef rúv
Konurnar voru að koma frá Belgíu og voru stöðvaðar af tollgæslunni við komuna á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, vegna gruns um að þær væru með fíkniefni í fórum sér. Þær reyndust vera með fíkniefni innvortis, önnur með fimm pakkningar og hin með sex pakkningar. Samtals var um að ræða í kringum hálft kíló af efninu.
Mæðgurnar sitja nú í gæsluvarðhaldi.