Miðaeigandi í Póllandi datt heldur betur í lukkupottinn í EuroJackpot útdrætti kvöldsins, því hann var einn með 1. vinning og hlýtur rétt tæpa 3,6 milljarða króna. Þrír skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra tæplega 208 milljónir. Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, en sá þriðji í Noregi.
Þá voru þrír miðahafar sem skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir tæpar 40 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Finnlandi og Noregi.
Heppinn áskrifandi á Íslandi var með 5 réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fær hann 2 milljónir króna í vinning. Tveir hlutu 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Annar miðinn er í áskrift en hinn miðinn var keyptur í afgreiðslu Getstpár, Engjavegi 6 í Reykjavík.