Ritaraembætti Sjálfstæðisflokksins er óskipað eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gerðist Dómsmálaráðherra.
Eyþór Arnaldsson oddviti flokksins hefur ásamt fleirum verið orðaður við embættið. Hann tilkynnti í dag að hann ætli ekki að gefa kost á sér til nýs ritara Sjálfstæðisflokksins en kosið verður um nýjan ritara á laugardaginn næsta.
Í færslu á facebook síðu sinni í dag skrifaði Eyþór meðal annars þetta:
„Ég er þakklátur fyrir það traust og þá velvild sem grasrótin í flokknum um allt land hefur sýnt mér. Ég hef fengið fjölda símtala og hvatningu frá traustu Sjálfstæðisfólki. Það mikla verkefni að leiða Sjálfstæðisflokkinn áfram og upp á við, er þess eðlis að það krefst einbeitingar og fullrar athygli.
Ég tel að það gagnist borgarbúum best að ég sé óskiptur í því verki sem ég tók að mér á síðasta ári. Því hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.“
Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni.