Lítil stúlka fæddist út í sjúkrabíl fyrir utan fæðingardeild Landspítalans um klukkan 22:30 í gærkvöldi.
Óskað var eftir sjúkraflutningi á Álftanes um klukkan 22:15 í gærkvöldi, að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. En þar var verðandi móðir komin að fæðingu. Þegar komið var að Landspítalanum á Hringbraut var ljóst að barninu lá á að komast í heiminn og kom ljósmóðir af fæðingardeildinni út í sjúkrabílinn og tók á móti barninu.
Fæðingin gekk vel og voru þær mæðgur lagðar inn á fæðingardeildina, að sögn varðstjórans. Þetta kemur fram á vef mbl.is