Fjölskylduhátíðin Kótelettan verður haldin í 11. sinn á Selfossi í sumar.
Upphaflega átti hátíðin að fara fram dagana 11. til 13. júní en hefur nú verið færð til um einn mánuð. Hátíðin verður því haldin 9. til 11. júlí.
„Að vanda verður öllu til tjaldað enda finnum við fyrir mikilli eftirvæntingu í samfélaginu,” segir Einar Björnsson, framkvæmdarstjóri hátíðarinnar, í tilkynningu.
Um er að ræða eina stærstu grill- og tónlistarveislu á Íslandi þar þar sem enginn ætti að láta sig vanta. Miðasala hefst í byrjun júní inn á www.kotelettan.is en þar má einnig nálgast nánari upplýsingar og dagskrá hátíðarinnar í ár.