Enn bætist í hóp íslenskra gestahönnuða sem hanna skólínu með JoDis, en nú er það Dóra Júlía Agnarsdóttir, betur þekkt sem DJ Dóra Júlía og einn helsti plötusnúður landsins, sem hefur fengið að láta stíl sinn skína í gegnum skólínu. Dóra Júlía er þriðji íslenski hönnuðurinn sem JoDis fær með sér í hönnunarferlið.
Skólínan Not-So-Low-Key var frumsýnd í Kaupfélaginu í Smáralind í kvöld við mikil herlegheit en Dóra lét ekki þar við sitja og fagnaði 30 ára afmælisdeginum sínum einnig með veitingum, vinum, fjölskyldu og fjöri. Á meðal gesta sem tóku lagið voru Haffi Haff og Bassi Maraj.
View this post on Instagram