Japanski fatahönnuðurinn Kenzo Takada, lést af völdum COVID-19 á sjúkrahúsi í París í gær, 81 árs að aldri.
Hann fæddist í Japan árið 1939 en settist að í Frakklandi árið 1965 þar sem hann varði meirihluta ævinnar. Takada stofnaði fatamerkið Kenzo sem sló í gegn og er enn í dag eitt af frægari fatamerkjum heims. Hann seldi fatakeðjuna árið 1993 og hætti sjálfur í tískuiðnaðinum 6 árum síðar.
„Gríðarlega hæfileikaríkur hönnuður, hann gaf litum og ljósi sinn sess í tískunni. París syrgir einn af sonum sínum,“ skrifaði Anne Hidalago, borgarstjóri Parísar, á Twitter.