Tónlistarmaðurinn Bubbi Mortheins fékk á föstudaginn afhenda platínuplötu fyrir hljómplötu sína Ísbjarnarblús. Hljómplatan var sú fyrsta sem Bubbi gaf út og fagnar hún 40 ára afmæli í ár.
Félag hljómplötuframleiðenda veitir platínuplötu sem viðurkenningu fyrir hljómplötur sem seljast í yfir 10.000 eintökum.