Auglýsing

Ferðaðist um Ísland og spurði hvaða land Íslendingar hötuðu mest

Hann er frá Danmörku og Færeyjum eða að minnsta kosti kynnir sig sem slíkan á veraldarvefnum og gengur undir notendanafninu „gus1thego“ á YouTube.

Gustav Rosted er 28 ára gamall og hefur ferðast til 154 landa og stefnir á að heimsækja öll lönd í heiminum áður en hann verður 32 ára gamall.

Gustav þessi var Íslandi ekki fyrir svo löngu síðan en á ferðalagi sínu um landið ákvað hann að spyrja þá Íslendinga sem á vegi hans urðu hvaða land þeir hötuðu mest. Niðurstaðan var mjög áhugaverð en fjöldi Íslendinga hatar Danmörk og í raun næstum því jafn margir sem hata Danmörk og Rússland.

En hver var ástæðan fyrir því? Jú, því „við þurfum að læra dönsku“ segja margir. Gustav er með næstum því 400 þúsund fylgjendur á YouTube en Nútíminn datt inn á þetta myndskeið fyrir slysni og ákvað að deila því hér fyrir neðan.

Njótið!

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing