Ferðagjöf stjórnvalda, sem gefin var út í fyrra, rennur út í dag.
Samkvæmt frétt mbl.is eiga 31.265 íslendingar eftir að sækja sína gjöf. En allir Íslendingar, 18 ára og eldri, fengu ferðagjöf að verðmæti 5000 krónum. Hægt er að verja gjöfinni hjá ýmsum veitingastöðum og ferðaþjónustufyrirtækjum víða um landið. Á morgun tekur ný ferðagjöf gildi og sú gamla dettur út.
Hægt er að sækja gjöfina, með rafrænum skilríkjum, á island.is og einnig með forritinu Ferðagjöf. Á vefnum Ferðalag.is má nálgast upplýsingar um hvaða fyrirtæki taka við ferðagjöfinni.