Ekki er búið að staðfesta hver maðurinn á myndinni er, en talið er að um erlendan ferðamann sé að ræða.
Bandarísk kona að nafni Nora McMahon birti færslu inná facebook hópinn Iceland Q&A í gær en þetta er hópur fyrir ferðamenn. Undir myndina skrifaði hún:„Hvað sem þú gerir þegar þú heimsækir ísland ekki vera þessi fáviti. Ég hélt að ég myndi verða vitni að þessum sjálfselska manni falla til dauða, sennilega bara fyrir nokkur “likes” á facebook”.
Skógarfoss er 60 metra langur, 25 metra breiður og gríðarlegar krafmikill. Svo það þarf varla að nefna að þarna er ansi langt gengið til þess að ná af sér flottri mynd.