Auglýsing

Ferðamenn í hættu í Reynisfjöru í dag

Hvasst var í Reynisfjöru í dag og náði öldugangur miklum hæðum. Ferðmenn spókuðu sig í fjörunni og tóku myndir þegar alda skall á þau með miklum þunga. Aldan sópaði þeim með sér innar í fjöruna.

Þótti mikið mildi að ekki fór verr en viðstaddir brugðust við og aðstoðuðu fólkið við að komast aftur á fætur.

En Reynisfjara er vinsæll ferðamannastaður og mikið hefur verið fjallað um óvarkára ferðmenn sem virða ekki viðvörunarskilti við fjöruna.

Fjallað var um þetta á Vísi í dag. Hér fyrir neðan má sjá  myndband sem fylgdi fréttinni á Vísi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing