Auglýsing

Fertugsafmæli Hemma fagnað í Bæjarbíó

Hermann Fannar Valgarðsson eða Hemmi féll frá þann 9. nóvember 2011 aðeins 31 árs. Eftir að hann lést hefur hinn alþjóðlegi LUV dagur verið haldinn á afmælisdaginn hans, 22. febrúar. Þetta kemur fram á vef albumm.is

Í ár hefði Hemmi orðið fertugur og af því tilefni verða haldnir styrktar- og minningartónleikar í Bæjarbíó þann 22. febrúar 2020.

Hemmi var vinur allra og kom víða við á stuttri ævi. Var útvarpsmaður á X-inu 977, opnaði og átti Macland, Hemma og Valda og Reykjavík Campers svo fátt sé nefnt.

Húsið opnar kl. 15:00 og tónleikar hefjast kl. 15:30. Fram koma JóiPé x Króli, GDRN, Súrefni, Jón Jónsson, Friðrik Dór Jónsson, Snorri Helgason, Saga Garðarsdóttir, Sigríður Thorlacíus, Sigurður Guðmundsson, Elísabet Ormslev og Per:Segulsvið.

Allur ágóði rennur til Sorgarmiðstöðvarinnar sorgarmidstod.is  Þjónustumiðstöð fyrir syrgjendur og aðstandendur. Lífsgæðasetrinu í St. Jó. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á Tix.is

Luv dagurinn á Facebook

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing