Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti nú fyrir stundu hertar samkomutakmarkanir, sem taka gildi á miðnætti.
Samkvæmt þessum nýju takmörkunum mega fimmtíu manns koma saman og verður opnunartími veitinga- og skemmtistaða styttur um klukkustund og verður þeim gert að loka klukkan 22:00 og síðustu gestir þurfa að vera farnir út klukkan 23:00. Gert verður ráð fyrir eins metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu en þær reglur tóku gildi fyrir viku.
Heimilt verður að halda 500 manna viðburði ef gestir sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi.