Á morgun, fimmtudag klukkan 10:00, opnar verslunin Fjallakofinn nýja og stórglæsilega verslun með útivistarvörur í Hallarmúla 2.
Af þessu tilefni býður verslunin í þriggja daga opnunarhátíð, sem er hlaðin spennandi opnunartilboðum. Hátíðin stendur yfir dagana 8.- 10. júlí nk.
Halldór Hreinsson og fjölskylda hans opnaði Fjallakofann fyrir 17 árum, nánar tiltekið 1. Apríl 2004 með félaga sínum Jóni Inga Sigvaldasyni, í 17 m² húsnæði á annarri hæð í Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði. Nú 17 árum síðar er verið að opna 1700 m² verslun FJALLAKOFANS í Hallarmúla 2, sem Halldór á í dag með fjölskyldu sinni og félögum Jóni Heiðari Andréssyni og Hilmari Má Aðalsteinssyni. Verslunin í Hallarmúla verður flaggskipið en áfram verður verslun á Laugavegi 11. Verslunin í Kringlunni 7 mun einnig starfa áfram en með breyttu sniði sem verður kynnt síðar.