Auglýsing

Fjallakofinn opnar nýja verslun – Opnunarhátíð um helgina!

Á morgun, fimmtudag klukkan 10:00, opnar verslunin Fjallakofinn nýja og stórglæsilega verslun með útivistarvörur í Hallarmúla 2.

Af þessu tilefni býður verslunin í þriggja daga opnunarhátíð, sem er hlaðin spennandi opnunartilboðum. Hátíðin stendur yfir dagana 8.- 10. júlí nk.

Halldór Hreinsson og fjölskylda hans opnaði Fjallakofann fyrir 17 árum, nánar tiltekið 1. Apríl 2004 með félaga sínum Jóni Inga Sigvaldasyni, í 17 m² húsnæði á annarri hæð í Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði. Nú 17 árum síðar er verið að opna 1700 m² verslun FJALLAKOFANS í Hallarmúla 2, sem Halldór á í dag með fjölskyldu sinni og félögum Jóni Heiðari Andréssyni og Hilmari Má Aðalsteinssyni. Verslunin í Hallarmúla verður flaggskipið en áfram verður verslun á Laugavegi 11. Verslunin í Kringlunni 7 mun einnig starfa áfram en með breyttu sniði sem verður kynnt síðar.

Í nýrri verslun FJALLAKOFANS í Hallarmúla verður enn meira úrval en í Kringlunni og mun rýmra um allar fatnað og aðrar útivistarvörur og því hægt að þjónusta viðskiptavinina enn betur. Verslunin er hönnuð af Arkotek og framkvæmdum stjórnað af Jóni Heiðari Andréssyni rekstrarstjóra.
„Það er okkur sönn ánægja að bjóða þér í heimsókn til okkar, hvort sem það er á Opnunarhátíðinni sjálfri eða síðar í sumar þegar að þið komið sólbrún og brosandi frá ykkar fjallaferðum,“ segir í tilkynningu frá Fjallakofanum.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing