FÖSTUDAGINN 18. JÚNÍ NÆSTKOMANDI FARA FRAM RISAVAXNIR FJÁRÖFLUNARTÓNLEIKAR TIL AÐ SAFNA FYRIR HLJÓÐKERFI Í POST-HÚSIÐ.
- POST-HÚSIÐ
- SKELJANES 21
- FÖSTUDAGINN 18. JÚNÍ
- KL 20:00
- MIÐAVERÐ: 1.000 KR EÐA „PAY WHAT YOU CAN“
FRAM KOMA:
CYBER
BSÍ
ÓLAFUR KRAM
SUPERSPORT!
PÍNU LITLAR PEYSUR
SUCKS TO BE YOU NIGEL
+ FLEIRI TBA
UM POST-HÚSIÐ:
Post-húsið er listamannarekið tónleikarými á Skeljanesi í Skerjafirði. Markmið rýmisins er að upphefja grasrótar-menningarstarf á Íslandi og því er haldið úti af listasamlaginu Post-dreifingu.
„Við höfum verið að reyna að glæða dapurlegt næturlíf Reykjvíkur smá lífi á undanförnum vikum, en það hefur reynst erfitt á köflum því við eigum ekki hljóðkerfi. Sem betur fer eigum við góða vini að, sem hafa hjálpað okkur með því að lána græjur – en nú er kominn tími til að koma framleiðslutækjunum í hendur verkafólks menningarlífsins – við ætlum að kaupa okkar eigið hljóðkerfi. Og þið, ágætu vinir, getið hjálpað okkur, með því að borga ykkur inn á FÁRÁNLEGA fjáröflunartónleika á föstudaginn kemur,“ segir í tilkynningu.