Auglýsing

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn opnar á ný

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn opnar aftur í næstu viku, fimmtudaginn 28.maí, en hann hefur verið lokaður frá 24. mars. Þá verða leiktækin sett í gang þriðjudaginn 2.júní.

Í tilkynningu frá garðinum eru gestir beðnir um að halda fjarlægð frá öðrum gestum, bæði utan og innandyra, og virða þær takmarkanir sem í gildi eru.

Þar kemur einnig fram að gildistími árskorta framlengist um þann tíma sem garðurinn hefur verið lokaður vegna Covid eða frá og með 24.mars til 28.maí.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing