Þó nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt en alls voru 76 mál skráð hjá þeim frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun.
Eitthvað var um verkefni vegna ölvunar, hávaðakvartanir og tilkynningar vegna fjöldatakmarkana. Þá voru fjórar líkamsárásir tilkyntar til lögreglu og þurfti í einni þeirra að flytja fórnarlamb á sjúkrahús.
Umferðarslys varð á Sæbraut þar sem tveir bílar skullu saman. Engin slys urðu á fólki en báðir bílarnir eru þó óökufærir.
Fjórir ölumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og aðrir þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.